Stafrænir fjölmiðlar

Punktar

Á ráðstefnunni í Davos sagði John Battelle, prófessor við Berkeley í Kaliforníu, að stórar sjónvarpsstöðvar og stór dagblöð, meira eða minna fjármögnuð með auglýsingum, séu dauðadæmd. Í vaxandi mæli muni notendur leita á internetinu að fréttum í bloggi, til dæmis á NewsGoogle, í stað þess að leita í dagblöðum. Þeir muni leita skemmtunar úr ótakmörkuðu efni á netinu í stað þess að láta sjónvarpið yfir sig ganga. Þeir munu nota tækni til að loka fyrir auglýsingar og þannig fæla auglýsendur frá sjónvarpinu. Hver einstaklingur getur núna orðið sjónvarpsstjóri eða blaðaútgefandi.