Stafkarlinn

Punktar

Atvinnumál á Suðurnesjum er ekki frambærileg forsenda fyrir sífelldu væli stjórnvalda okkar um, að Bandaríkin verði að standa við gerða samninga um úreltar varnir frá þeim tíma, þegar Rússar voru líklegir til alls. Kominn er tími til, að íslenzkir landsfeður gerist sjálfstæðir í utanríkismálum og komi hér upp vörnum gegn innflutningi hryðjuverkamanna í farþegaflugi. Allir vita, að bandaríska varnarliðið er gagnslaust til slíks, hvort sem það hefur hér eina flugvél eða enga, einn hermann eða engan. Við verðum að losna úr þessu leiða hlutverki stafkarlsins.