Stærsta bylting allra tíma

Punktar

Netstríðið mikla er hafið og hakkarar hafa unnið fyrstu orrustuna. Búið er að dreifa Wikileaks á þúsundir netþjóna. Myrkraöfl Bandaríkanna geta ekki lengur skrúfað fyrir. Öflugar valdastofnanir, sem styðja Bandaríkin, hafa fundið til tevatnsins. Einkum Visa og Mastercard, Amazon og PayPal. Fréttir Wikileaks leka áfram og grafa undan trausti á stjórnvöldum um allan heim. Eðlileg afleiðing netaldar. Allar upplýsingar eru í tölvutæku formi og allar upplýsingar leka á netið. Stjórnvöld þurfa að kúvenda vinnubrögðum sínum eða koltapa þessu stríði. Internetið er langstærsta lýðræðisbylting allra tíma.