Hlægilegur er sá spuni verkalýðsrekenda, að kvótagreifar hafi staðið fyrir mótmælum á Austurvelli gegn ræðum verkalýðsrekenda. Spuninn sýnir vel skort verkalýðsleiðtoga á jarðsambandi. Hvaða gagn hafa kvótagreifar af mótmælum gegn linkind verkalýðsrekenda í samningum við atvinnurekendur? Mótmælin voru ekki í þágu kvótagreifa. Þau beindust gegn verkalýðsrekendum, sem hafa misst sjónar á hlutverki sínu. Sem hafa tekið að sér aukahlutverk í tilraunum atvinnurekenda til að stýra ríkisstjórninni. Mótmælin á Austurvelli eru bara afleiðing af árlegri og lélegri leiksýningu verkalýðsrekenda þann 1. maí.