Spunakarlar bandaríska hersins sögðu Osama bin Laden og menn hans hafa veitt vopnaða mótspyrnu. Hann hefði falið sig bakvið eina konuna og notað hana sem skjöld, svo að hún hafi fallið. Hann hafi lifað í vellystingum praktuglega í höll sinni. Síðan leiðrétti Hvíta húsið söguburðinn. Vopnuð mótspyrna hafi engin verið, Osama hafi ekki falið sig bakvið konu. Og búnaður í höllinni hafi verið einkar fátæklegur. Sannleikurinn er, að Osama féll ekki í stríði, heldur var hann bara tekinn af lífi. Líklega er bandaríski herinn lygnari en Nató og þá er mikið sagt. En Hvíta húsið þorði ekki að taka undir lygina.