Springum við af reiði?

Punktar

Hægagangur Sérstaks saksóknara er orðinn illþolandi. Nú segir hann, að flest málin verði ekki tilbúin fyrr en eftir tvö ár. Hvað segja fyrningarreglur um þetta? Eva Joly sagði okkur að vísu að vera þolinmóð, en þetta er orðið of mikið af því góða. Illþolandi er, að ofurþjófar valsi um heiminn, vaðandi í þýfi. Og illþolandi er, að bófarnir hafi harðvítugustu lagatækna landsins á ofurlaunum við að hindra framgang réttvísinnar. Er ekki ekki hægt að setja lög um ævilanga útlegð helztu bófanna? Og um 100% eignafrystingu meðan beðið er eftir seinlátri réttvísi? Annars fer þjóðin senn að springa af reiði.