Í Bandaríkjunum eru nánast allar vörur innlendar. Þegar fólk kaupir minna af vörum, minnkar veltan í þjóðfélaginu. Það er kreppa. Hagfræðingar hér éta þetta upp. Hér eru samt nánast allar vörur erlendar. Þegar fólk kaupir minna af vörum, minnkar veltan aðeins um brot af bandarískri veltu. Hér verður því ekki kreppa, þegar fólk kaupir minna af vörum. Ísland byggist á útflutningi vöru og þjónustu. Fyrir okkur er aðalatriðið, að viðskiptajöfnuðurinn við útlönd sé hagstæður. Sé hann það, þá safnast fyrir fé til að borga skuldir. Í skuldasúpu er betra að borga þær niður en að auka eftirspurn. Spörum því.