Sporðreist hnattvæðing

Punktar

Hnattvæðingin á sér nokkra óvini, sem geta sporðreist hana. Vesturlöndum hefur ekki tekizt að nýta leiðir til að leysa olíuna af hólmi, til dæmis með vetni. Gífurlegur hagvöxtur er í risaríkjunum Kína og Indlandi, þar sem fólk er farið að hafa ráð á þvottavélum og sjónvarpi og sér einkabílinn í hillingum. Þetta mun valda auknum slagsmálum um verðmæt hráefni, einkum olíu, sem mest er til af í púðurtunnu þeirri, er nefnist Miðausturlönd, einkum í pappírstígrinum Sádi-Arabíu. Mikil og vaxandi hætta er á hryðjuverkum og styrjöldum í tengslum við olíudansinn á allra næstu árum.