Spillingin

Punktar

Alþjóðabankinn og Þróunarsjóðurinn hafa lánað Kenya milljarða í kjölfar greina um spillingu í Kenyja, skrifaðar af John Githongo, sem ráðinn var af stjórnvöldum til að útrýma spillingu. Hann er núna landflótta í Bretlandi og lýsir í greinunum, hvernig ráðamenn Kenya láta milljarða af slíkri aðstoð hverfa inn á persónulega reikninga. Þetta er eitt fyrsta afrek Paul Wolfowitz, nýs forstjóra Alþjóðabankans. Sir Edward Clay, fyrrverandi sendiherra Bretlands í Kenya, hefur harðlega mótmælt því, sem hann kallar blindu og heimsku bankans.