Spilavíti Fjárhagsráðs

Punktar

Fyrirtæki leggja ekki gjaldeyri inn í uppboðs-spilavítið, sem Seðlabankinn stofnaði. Fyrirtæki, sem selja vörur og þjónustu til útlanda, vilja sjálf hafa gjaldeyri til að borga þjónustu erlendis. Treysta ekki Seðlabankanum til þess, enda eru gjaldeyrisflutningar hans í skralli. Mestu skiptir þó, að krónugengið í spilavíti Seðlabankans er mun hærra en erlendis. Fyrirtæki vilja heldur skipta erlendis í krónur. Kjarni málsins er, að Seðlabankinn er með allt niðrum sig í gjaldeyrismálum. Hann er að leika hlutverk hins gamla Fjárhagsráðs, en hefur ekki burði til þess. Og enginn treystir honum.