Sparkið bófum út

Punktar

Öryggisstofnun Evrópu hefur óskað eftir, að íslenzk stjórnvöld aflétti lögbanni hins pólitíska sýslumanns á birtingu efnis um fjárglæfra Bjarna Benediktssonar. Ríkisstjórnin er þannig orðin að vandræðabarni evrópskra siðaregla. Eins og við séum eins konar Kenía eða Egyptaland. Bjarni hefur ekki lyft litla fingri til að fá banninu aflétt, þótt hann segi það vera árás á sig. Bófarnir eru ekki í vanda við að hrópa: Ekki ég. Og kenna öðrum um. Þetta er eins og Mafían á Sikiley og á Möltu. Hér eru þó ekki blaðamenn sprengdir upp. En ljóst má vera, að fyrir þroska lýðræðis er Sjálfstæðis algert eitur, sem kjósendur einir geta sparkað út.