Spanó dreifir aflátsbréfum

Punktar

Eðlilegt hefði verið að túlka framgöngu þjóðkirkjunnar í kynóramálum presta og biskupa sem þöggun. Róbert Spanó sá hins vegar bara eitt tilvik þöggunar. Skýrsla hans um þjóðkirkjuna var kannski ekki hvítþvottur, en kattarþvottur var hún að minnsta kosti. Engin furða er, að kaþólska kirkjan vilji fá Spanó til að búa til svipað ferli hjá sér. Hún býst við kattarþvotti og telur hann muni duga sér. Engar líkur eru á, að hann taki niður vettlingana, sem hann notaði til að taka á þjóðkirkjunni. Vinsælir eru þeir, sem aflátsbréfin gefa. En skýrslur frá Róbert Spanó bjarga hvorki lúterskunni né kaþólskunni.