Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, bjó til froðufyrirtæki, sem ekkert átti, en hafði aðgang að veðlausum lánum og brenndi 9,4 milljörðum króna á einu andartaki. Gróðabrall Guðmundar lendir á skattborgurunum eins og annað slíkt. Um glæpinn segir Guðmundur: “Þetta var keypt froða og lánuð froða og svo bara hvarf froðan.” Verða jafn ódauðleg ummæli og “peningarnir fóru í money heaven” Björgólfs Thor. Og útganga Geirs H. Haarde: “Maybe I should have” og “Guð blessi Ísland”. Eða orð Hannesar Hólmsteins: “Græðum á daginn og grillum á kvöldin”. Og Péturs Blöndal sparisjóða-eyðis: “Fé án hirðis”.