Sósíalismi er dauður

Punktar

Sósíalismi dó fyrir aldamót og nýfrjálshyggja tók völd víðs vegar um heim, þar á meðal hér. Til dæmis eru stéttafélög valdalaus viðhengi við samtök atvinnurekenda og fjárfestingar lífeyrissjóða. Nýfrjálshyggja er líka dauð, þótt hún sé enn við völd. Það sést bezt á sífelldum kreppum, vaxandi stéttaskiptingu og áhrifaleysi fólks. Engeyingar haga sér eins og þeim þóknast. Svarið felst ekki í að lífga við sósíalisma í nýjum flokkum. Til sögu er kominn nýr og ofsaflókinn tækniheimur, sem mun valda atvinnuleysi fátækra. Í þeim heimi felst lýðræði í gegnsæi funda og fundargagna og í frelsi til að vinna lítið eða ekkert. Frelsi fæst gegnum Pírata.