Sjálfstæðisflokkurinn styður ekki frjálst framtak og hefur yfirleitt ekki gert það. Hann styður fyrst og fremst pilsfalda-kapítalisma. Vill, að sín gæludýr njóti lífsins á jaðri ríkisvaldsins. Þannig var innflutningi skipt á haftatímanum milli Framsóknar og Flokksins. Álver eru reist með aðkomu hins opinbera. Vegagerð er atvinnubótavinna fyrir verktaka. ÍAV var stofnað til hermangs á Vellinum. Skurðstofur og skólar einkaframtaksins fá fyrirgreiðslu ríkisvaldsins. Ef einhverjum dettur eitthvað nýtt í hug, er fyrsta hugsunin að láta ríkið borga. Þetta er sósíalismi andskotans fyrir yfirstéttina.