Fyrstu kynni mín af nútíma eldamennsku af frönskum ættum voru á skammlífu veitingahúsi að baki Hotel Angleterre í Kaupmannahöfn. Þar réði húsum Søren Gericke, sem fljótlega keypti Falsled Kro á Fjóni og setti þar upp eitt bezta veitingahús Danmerkur. Veitingahúsið hét Anatole árið 1978 og bauð ekkert val, aðeins einn langan smakkseðil, þar sem sérstakt vín var með hverjum rétti. Þegar ég var þarna, voru fram reiddar ýmsar tegundir af kampavíni með matnum, hvítu og rauðu, þurru og sætu. Tveimur árum seinna fór nýja franska eldhúsinu að bregða fyrir í matreiðslu á Íslandi.