Þetta er sennilega rétt hjá Sigurði Líndal prófessor emeritus. Soraöflin leynast enn í þjóðfélaginu, svo sem vörubílstjórar og skólafólk. Í gamla daga var soraöflin víðar að finna. Þá lokaði Gvendur jaki vegunum kringum Reykjavík og hleypti engum varningi í gegn. Þá var Dagsbrún soraafl og gott ef ekki Alþýðusambandið líka. Nú er öldin önnur, Pétur Tyrfingsson farinn að harma ósiðlega framgöngu vörubílstjóra. Verkalýðsrekendur sitja með sælusvip í stjórnum lífeyrissjóða. Ekki dettur þeim í hug að stunda andóf eða óhlýðni. Þeir eru tamdir hundar. Við sigum svo löggunni á soraöflin.
