Sökudólgarnir fundnir

Punktar

Það stappar geðveiki, að fimmtungur kjósenda treysti annað hvort Geir eða Ingibjörgu eða Steingrími til að stjórna landinu. Eftir hrunið í haust ætti enginn að treysta annað hvort Geir eða Ingibjörgu. Samt er fimmtungur okkar svo ruglaður í ríminu í skoðanakönnun Gallup. Ég hef að vísu efasemdir um vefkannanir, tel símakannanir skárri. En niðurstöðurnar eru svo eindregnar, að ég verð að taka mark á þeim. Þessir fimmtungar standa bak við krimmana, sem stjórna. Þetta er fólkið, sem raunverulega ber ábyrgð á hruninu. Það eru hinir skyni skroppnu kjósendur. Þeir eru fleiri en jafnvel ég hafði trúað.