Sökin er kjósenda

Punktar

Þótt mikill meirihluti þjóðarinnar vilji bjóða upp veiðileyfi til að fá hærri auðlindarentu, þá nægir það ekki. Hluti af þessum meirihluta heldur áfram að kjósa Sjálfstæðis eða Framsókn, VG, Viðreisn eða Bjarta framtíð. Allir þessir flokkar styðja þjóðareign kvótans með semingi og reyna að tefja málið. Aðeins Píratar og Samfylkingin styðja málið eindregið. Meðan þessir tveir flokkar fá innan við 20% fylgi alls, er engin von til, að þjóðþrifamálið ná fram að ganga. Satt að segja er hálf þjóðin íhald, hægra eða vinstra, og vill bara hafa hlutina eins og þeir hafa verið. Meðan svo er, má búast við patti í pólitísku skákinni.