Söguskoðun Fréttablaðsins

Punktar

Dæmd til að mislukkast er tilgáta Fréttablaðsins um, að yfirtaka Glitnis hafi orsakað hrun Íslands. Egill Helgason hefur réttilega sagt, að það sé eins og að kenna morði Franz Ferdinands erkihertoga um heimsstyrjöldina fyrri. Laukrétt hjá honum er, að Glitnismálið var bara kornið sem fyllti mælinn. Undirliggjandi var helsjúkt fjármálakerfi, sem hlaut að hrynja. Frjálshyggja án regluverks og eftirlits. Erlendir fjölmiðlar hafa áttað sig á, að allt Ísland var orðið að vogunarsjóði. Sú söguskoðun mun blífa, ekki söguskoðun Fréttablaðsins. Hrunið var ekki tilviljun, heldur óhjákvæmilegt.