Bandaríkjaher hefur áður hoppað hæð sína af hamingju vegna þáttöku í kosningum. Árið 1967 var lýst yfir 83% þáttöku í Víetnam, mun betri en 57% þáttakan nú í Írak. Þá sögðu bandarískir fjölmiðlar, að Víetnamar hefðu hafnað hryðjuverkum, eins og þeir segja nú, að Írakar hafi hafnað þeim. Stríðið við Víetnam endaði eins og menn vita og stríð við Írak mun enda á sama hátt. Helmingur atkvæða fellur líka í hlut stuðningsmanna erkiklerksins Sistani, sem hefur að meginmarkmiði að koma sjítum til valda í landinu og losna við hernámsliðið. Sami Ramadani skrifar um þetta í Guardian.