Verkalýðsfélög bregðast starfsfólki illra fyrirtækja, sem svíkja kjarasamninga. Undanfarið hafa birzt fréttir af bófum, sem reka veitingakeðju Eldsmiðjunnar, Aktu-Taktu, American Style, Greifans á Akureyri, Pítunnar og Saffrans. Meðvitaðir neytendur forðast þessa staði, en ekkert kemur í stað alvöru verkfalls. Sama er að segja um Primera flugfélagið, sem rekur gistiheimili fyrir erlendar flugfreyjur á skítalaunum. Meðvitaðir flugfarþegar forðast fyrirtækið, en ekkert kemur í stað alvöru aðgerða alvöru stéttarfélags. En þau eru önnum kafin í rekstri sumarhúsa, meðan hlutverkið situr á hakanum.