Snúið út úr ritverkum

Punktar

DJ Taylor skrifar í Guardian um þann ósið leikstjóra í kvikmyndum og leikhúsi að byggja á ritverkum, en snúa út úr þeim og breyta meginþáttum þeirra. Tilefnið er gróf fölsun Andrew Davies á Brideshead Revisited eftir Evelyn Waugh, en gæti alveg átt við útúrsnúninga, sem stundum sjást á íslenzku leiksviði og þykja góð latína.