Mér finnst Vilhjálmur Bjarnason aðjúnkt lýsa bezt aðdraganda hruns Glitnis og greiðslustöðvunar Stoða, áður FL Group. Vilhjálmur segir í DV í dag: “Það er hægt að segja það umbúðalaust, að undirrótin að þessum vanda er offjárfestingarstefna Hannesar Smárasonar sem forstjóra FL Group og einnig ofurtrú Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á Hannesi Smárasyni sem snillingi.” Áður var Hannes búinn að sliga FL Group. Spilaborg Hannesar hrundi, þegar honum mistókst að eignast mannauð Orkuveitunnar frítt. Þótt hann hefði til þess stuðning pólitíkusa, Björns Inga Hrafnssonar og Vilhjálms Vilhjálmssonar.