Snillingar hjá Capacent

Punktar

Capacent er helzti atvinnumiðill hálaunafólks, þrátt fyrir ítrekuð mistök í meðmælum. Sjá forstjóra Bankasýslunnar og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Brenglun er í ferli Capacent. Hana má sjá í auglýsingu fyrirtækisins: “Ert þú snillingur?” Gefur í skyn að leitað sé ofurmenna að hætti útrásarinnar. Þá töluðu rugludallar hver upp í annan um, að þeir væru frábærir snillingar. Samanber Sigurjón Þ. Árnason bankastjóra. Okkur vantar allra sízt slíka í ábyrgðarstöður. Okkur vantar þar óbrenglað fólk með ábyrgðartilfinningu. Líklega eru það leifarnar úr hópi snillinganna, sem ráða ferð hjá Capacent.