Snákaolía í forsæti

Punktar

Bretar tefla Tony Blair fram sem fyrsta forseta Evrópusambandsins. Skrítið í ljósi þess, að Bretar hafa lengst af grafið undan sambandinu og viljað veldi þess sem minnst. Á valdaskeiði Blair í Bretlandi stundaði hann skæruhernað gegn sambandinu. Árás Bush og Blair á Írak hangir líka eins og snara um háls hans. Ennfremur vingaðist hann við Silvio Berlusconi, sem allir fyrirlíta. Ég tel sambandið muni setja niður við að stilla sölumanni snákaolíu á topp Evrópu. Blair kemur vel fyrir, brosir út að eyrum, en er skrímsli í raun. Hann flutti brezka krataflokkinn út á hægri fasistajaðar brezkra stjórnmála.