Héraðsdómur Reykjavíkur sannaði í hundraðasta skipti, að hann er skipaður óhæfum dómurum. Í þetta sinn var róni dæmdur fyrir að stela mat úr búðum fyrir samtals 1000 krónur. Hann var á skilorði og því dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Mánuð fyrir hvern 200-kall. Dómarar skilja ekki samanburð glæpa. Fara enn eftir gildismati fyrri alda, þegar snærisstuldur frá yfirstéttum var verstur allra glæpa. Þeir láta ofbeldismenn og nauðgara sleppa ódýrt, en ráðast af öllum þunga á róna og ritstjóra. Sannleiksleitendur borga milljón og súpuþjófar fara í fangelsi. Héraðsdómur árið 2008, ekki 1708.