Smekklausir Vogar

Punktar

Vogar við Mývatn rétt sunnan Reykjahlíðar eru hverfi margra ljótra húskofa. Standa á skakk og skjön, eins og þeim hafi verið grýtt út og suður. Þar eru í bland búskaparhús og gróðahús, svo sem kaffihús, pítsería og bar. Eins og ég ímynda mér Klondyke á gullaldarárunum. Enginn smekkur, ekkert tillit til fagurs umhverfis, ekkert skipulag. Alger andstæða við Fuglasafn Sigurgeirs í Neslöndum, sem fellur smekklega og snyrtilega inn í umhverfið. Fór umhverfis Mývatn í vikunni. Finnst byggðin í heild þolanleg, að Vogum undanskildum. Þar hefur skammsýn og smekklaus fíkn í ferðamannagróða ráðið æðibunugangi.