Smámál Frakka og Breta

Punktar

Fyrstu árásir bandamanna á hersveitir Gaddafis munu beinast gegn loftvörnum þeirra. Reynt verður að hindra gagnaðerðir gegn flugi bandamanna, svo að það fái frítt spil. Næsta skref er að ráðast á herflugvélar og flugvelli. Þannig má telja, að flugbann sé orðið virkt. Ráðizt verður á herskip, ef þau ógna byggðum uppreisnarmanna á ströndinni. Allt þetta mun taka skamman tíma. Nánast öll byggð í Líbýu er á ströndinni og þar er allur heraflinn. Óvíst er, að gerð verði atlaga að stórskotaliði Líbýu. Allt er þetta smámál fyrir flugheri Frakklands og Bretlands, sem munu gera út frá Sigonella á Sikiley.