Smæsta letrið dugði

Punktar

Samstarfsyfirlýsing nýju ríkisstjórnarinnar er yfirgripsmikil. Aldrei hefur ríkisstjórn verið ýtt á flot með eins viðamiklu skjali. Mogginn varð að grípa til smæsta leturs sögunnar til að koma henni fyrir á tveimur síðum. Einstök atriði hennar eru sum loðin og önnur skýr. Flest eru þau auðveld til samanburðar, þegar árangur verður mældur. Góð atriði eru innan um orðskrúð, svo sem um aukið aðgengi að upplýsingum með breyttum upplýsingalögum. Ekki verður virkjað að sinni í neðri Þjórsá. Aflétt verður leynd á samningum um orkuverð. Hins vegar var stjórnlagaþingið eyðilagt í hundrað daga planinu.