Slitastjórn Sparisjóðsins í Keflavík er partur af 2007-vandanum. Réði verst ræmdu endurskoðunarstofu landsins, PWC, til að kanna starf sjóðsins. Var þó ruglið þar eins mikið endurskoðendum að kenna og forstjóra og sjóðsstjórn. Heimtar nú tugi milljóna úr ríkissjóði til að spreða áfram í gerspillta endurskoðendur og í málaferli við SpKef. Það fyrirbæri varð til, þegar fjármálaráðherra fór að grýta skattfé í sparisjóðina. Vítavert er að moka skattfé í banka að hætti Geirs Haarde og Steingríms. Lykill að lausn vandans er að hætta slíku og hlusta ekki á yfirborgaðar slitastjórnir á sterum.