Schengen er að bila. Pólitíkusar um alla Evrópu sjá gallana, sem kontóristar í Bruxelles hafa ekki séð. Frakkland og Þýzkaland hafa lagt fram tillögu á innanríkisráðherrafundi Evrópu um breyttar Schengen-reglur. Samkvæmt henni geta ríki Evrópusambandsins einhliða tekið upp meira eftirlit á landamærum. Lönd um sunnanverða álfuna hafa þegar tekið upp aukið eftirlit, til dæmis í tengslum við fundi óvinsælla fjölþjóðastofnana. Ísland er í Schengen og nýtur góðs af frjálsri ferð um landamæri Evrópu. Samt fylgir frelsinu vandi fjölþjóðlegra glæpa, sem stemma þarf stigu við. Því þarf að slípa Schengen.