Slakur stíll

Punktar

Stíll er lakasti þáttur íslenzkrar fjölmiðlunar. Hér er talið nægja að kunna ytra formið, stafsetningu, beygingar og meðferð orðtaka. Þá séu þeir færir í flestan sjó og forðist kjöldrátt í málfarsþáttum. Þessu fylgir aukin háskólamenntun með ritgerðastíl, þar sem froðan vellur um allt. Með firnalöngum málsgreinum, þolmynd, sagnorðaskorti, samtengingum, lýsingar- og atviksorðum. Flestan fréttatexta á Íslandi má stytta um helming án þess að nein upplýsing falli út. Vandað er til stíls í öðrum löndum, sem ég þekki til. En hér virðast menn hafa gleymt stíl fornritanna og Laxness.