Elizabeth Becker segir í New York Times, að daufar séu undirtektir við tilmælum Bandaríkjastjórnar um fjárstuðning vestrænna ríkja og fjármálastofnana til að borga tjónið, sem Bandaríkin og Bretland hafa valdið Írak. Alþjóðabankinn og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn geti lítið gert, nema málið hafi fengið gæðastimpil Sameinuðu þjóðanna, sem ráðamenn Bandaríkjanna hata og fyrirlíta. Bandaríkjastjórn mun sjálf ekki tíma að borga fyrir endurreisn Íraks fremur en hún tímdi að borga fyrir endurreisn Afganistans. Hún telur sig ekki þurfa að skúra eftir sig. Þess vegna telur Becker, að hún verði að friðmælast við þau ríki, sem voru andvíg hinni tilefnislausu árás á Írak, eða skilja að öðrum kosti við fórnardýr sitt í rústum.