Bandaríkjamenn eru skuldsettastir allra í heimi. 80% af sparnaði heimsins rennur til lána í Bandaríkjunum. Á öllum sviðum eru Bandaríkjamenn hættir að trúa, að eyðsla og skuldir séu skaðleg fyrirbæri, enda nota Bandaríkin 700 milljörðum dollara meira á ári hverju en þeir afla sér. Um þetta ríkir hagsmunabandalag milli Kína og Bandaríkjanna. Kína seldur varning, framleiddan af þrælum, fyrir slikk til Bandaríkjanna og heldur jafnframt niðri gengi gjaldmiðilsins með því að kaupa dollara. Þannig geta Bandaríkjamenn keypt meira og meira og Kínverjar geta undirboðið heimsmarkaðinn.