Skuldar frjálshyggjulánið

Punktar

Birgir Þór Runólfsson er mektarmaður. Löngum einn af páfum frjálshyggjunnar í anda Hannesar Hólmsteins og Davíðs Oddssonar. Kennir hana beinlínis sem dósent við Háskóla Íslands. Þá stofnun, sem gaf út ýmis dásemdarrit um útrásina fyrir hrun. En Birgir Þór er ekki bara dósent, heldur framkvæmir hann sjálfur frjálshyggjuna. Í krafti aðstöðunnar náði hann í ofurlán hjá ástsælum Sparisjóði Keflavíkur. Auðvitað þurfti hann ekki að leggja fram tryggingu. Slíkt er óþarfi í frjálshyggjunni. Talinn slíkur afbragðskúnni, að hann fékk sæti í stjórn sjóðsins. Ekkert af láninu verður endurgreitt.