Haftalögin mega ekki hindra erlendar fjárfestingar. Til dæmis er brýnt, að þau hindri ekki samninga um netþjónabú. Þau eru fín viðbót við atvinnulífið, kaupa mikið rafmagn og hafa hámenntað fólk í vinnu. Þegar háhraðatengingar eru komnar yfir hafið til beggja átta, fylgja netþjónabú í röðum. Erlendir aðilar verða að fá að taka aftur út fé, sem þeir leggja til netþjónabúa. Hvort sem er í formi arðs eða hagnaðar. Gallinn við Eysteinsku Geirs er, að hún heftir erlendir fjárfestingar. Haftalögin taka ekki á þeim vanda. Þau byggjast á eðlislægum ótta Geirs og munu fljótlega valda okkur skaða.