Skrítinn Evrópuspuni Atla

Punktar

Atli Gíslason þingmaður segist hafa orðið var við viðræður stjórnarflokkanna og Framsóknar um samstarf í ríkisstjórn. Segist hafa fengið þær staðfestar í viðtölum og jafnvel séð þær sjálfur. Þær snúist um nýjan, evrópusinnaðan meirihluta. Augljós spuni Atla, að vinstri grænir pukrist um meirihluta um aðild að Evrópu. Ég hef séð margan skrítinn spunann um ævina, til dæmis hjá aðstoðarmanni Jóhönnu. En spuni Atla er lengra sóttur en aðrir slíkir. Hann er einfaldlega út í hött. Góður spuni þarf að hvíla á einu sannleikskorni. En skálduð tröllasaga Atla um málsorsakir er honum sjálfum til skammar.