Skrítin tunnumótmæli

Punktar

Tunnumótmælin í dag kalla á utanþingsstjórn. Forsetinn myndar slíka stjórn, þegar Alþingi gefst upp á hlutverki sínu. Utanþingsstjórn er samt eins háð Alþingi og aðrar stjórnir. Þarf að koma málum fram, þar á meðal fjárlögum. Um daginn kom núverandi ríkisstjórn fjárlögum í gegn. Hún er ekki með minnihluta í neinu máli. Nema í aðildinni að Evrópu, þegar þar að kemur. Utanþingsstjórn mun ekki koma neinu fram, sem máli skiptir. Tunnumótmælin heimta kosningar að tilbúinni stjórnarskrá frá stjórnlagaþingi. Það verður næsta sumar. Hrunverjar fá þá 35% fylgi og forustu í nýrri ríkisstjórn.