Skrítið land er Sikiley. Þar hefur gamall morðingi verið á flótta undan kerfinu í 43 ár. Kona hans hefur búið allan þennan tíma í Corleone, þvegið af honum og sent þvottinn til baka. Þótt Bernardo Provenzano sé forríkur, varð hann að lifa allan þennan tíma eins og flækingur, eina nótt á bedda og aðra nótt í heyi. Á þessum flækingi stýrði hann morðum og mannaráðningum, hverja átti að kjósa og hverja átti að rukka. Öflugt hefur verið það kerfi embættismanna og stjórnmálamanna, sem gerði honum kleift að leynast fyrir réttvísinni í 43 ár. Og nú er þessi merkismaður orðinn tugthúslimur.