Við þykjumst vera með varnir gegn fuglaflensu á hinum og þessum stigum áhættu. Varnirnar felast í, að við fáum ekki að vita samdægurs um, hvort dauður fugl sé með fuglaflensu. Við verðum að senda sýnið til Svíþjóðar, þaðan sem við fáum svar eftir viku. Það er að segja, ef ekki eru páskar og vikan verður að tveimur vikum, eins og raunin hefur orðið. Fáránlegt er að reyna að róa fólk með því að tala um varnir gegn fuglaflensu, þegar þessar varnir reynast vera skrípaleikur einn. Fólk trúir ekki slíkum vörnum og á ekki að trúa þeim. Því miður.