Skriðið fyrir skattflóttamanni

Punktar

Björgólfur Thor Björgólfsson veður á skítugum skónum um samfélagið. Kveður upp úrskurði í gjaldmiðlamálum og vefur meirihluta borgarstjórnar um fingur sér. Samt er hann ekki einu sinni Íslendingur. Hann flúði til útlanda til að komast undan sköttum. Það er út í hött að hossa svona mönnum. Það er út í hött að gera þá að spámönnum um stjórn peninga- og efnahagsmála. Það er út í hött að leyfa þeim að loka Hallargarðinum við Fríkirkjuveg. Allt slíkt gefur þau röngu skilaboð til annarra slíkra, að skattaflótti sé ókeypis. Menn geti afneitað samfélagslegum skyldum og samt verið taldir fyrirmyndir.