Þegar ég fer á tungumálasvæði, sem ég hef ekki heimsótt áður, reyni ég að læra hundrað orð. Einkum þau, sem koma að gagni á hótelum, veitingastöðum, samgöngutækjum og verzlunum. Mér finnst það kurteist og hjálpa mér mikið að reiða mig ekki á enskuna eina. Geri þetta, þótt ég ætli aðeins að vera þar í viku. Finnst skrítið, að fólk, sem kemur hingað sem flóttamenn eða til að vinna, skuli ekki gera slíkt hið sama. Það dvelst þó lengur hér á landi en eina viku. Mér finnst óskiljanlegt, að starfsfólk í búðum reyni ekki að læra fimmtíu orð í tungumálinu. Mér finnst það vera skortur á mannasiðum.