Vandi borgarinnar er frekja lóðaeigenda og verktaka og vanheilög sambúð pólitíkusa við þessa aðila. Sambúðin hefur gert miðbæinn að skörðóttum hundskjafti. Þar rísa brattir steypukassar yfir gömul hús, sem sæta augnstungum og misþyrmingum. Betra hefði verið að byggja nýjan miðbæ við Suðurlandsbraut í framhaldi af gamla bænum og laga hann í staðinn betur að gamla stílnum. Alls ekki má byggja nýja bæi ofan í gamla. Úr því verður skörðóttur hundskjaftur, þar sem annað hvort verður að víkja. Hingað til hefur því gamla verið sparkað, en nú eru teikn á lofti um góð sinnaskipti.
