Skólabókardæmið sprakk

Punktar

Vinir Davíðs hjálpa ekki núna. Ekki Davos-liðið. Ekki American Enterprise Institute. Ekki Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn. Ekki Heritage Foundation. Ekki Chicago-háskólinn. Ekki George W. Bush, John Bolton, David Frum, Richard Perle og Paul Wolfowitz. Ekki Milton Friedman, Friedrich Hayek, Karl Popper og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Heimur nýfrjálshyggjunnar er hruninn. Forvígismönnum hennar hefur verið velt í Bandaríkjunum. Þeir sitja að vísu enn í Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og sæta miskunnarlausari gagnrýni. Ísland er ekki lengur skólabókardæmi þeirra um, hversu frábær nýfrjálshyggjan sé.