Skógrækt á villigötum

Punktar

Íslenzk skógrækt hefur löngum verið á villigötum. Að vísu er ekki lengur plantað ljótum barrskógi í fagra birkiskóga. En fyrst og fremst er plantað skógi í gróið land. Skógræktin kemur því að takmörkuðu gagni við að klæða landið gróðri. Skógur er að vísu mikilvægt tæki til að hamla gegn ofbeit og uppblæstri. En í baráttunni við sandinn og mölina er hefðbundin landgræðsla áhrifaríkari á fyrstu stigum málsins. Hvað sem síðar verður, þegar búið er að klæða meira af landinu. Lúpína er fín í hófi, en hefur verið ræktuð af óhóflegu offorsi. Hlægileg er reiði sumra skógræktarmanna út í verndarsinna.