Því miður sýna skoðanakannanir, að viðhorf kjósenda til flokkanna eru óbreytt frá því fyrir kosningar. Nýjar kosningar mundu því ekki neinu breyta. Pattið milli íhalds og framfara heldur bara áfram. Flokkar, sem lugu 100% um stefnu sína, fá svipað fylgi og áður. Íslendingar neita að læra, láta bara ljúga að sér eins og hverjum hentar. Eini flokkurinn, sem raunverulega stendur með framförum, fær líka svipað fylgi og áður. Er ekki einu sinni stærsti eða næststærsti flokkurinn. Með þessu framhaldi verðum við áfram þrælar auðgreifa um ókomna tíð. Það er óboðlegt fyrir okkur hin, að helmingur kjósenda skuli vera meira en lítið vangefinn.