Fátt er líkt með okkur Birni Bjarnasyni, þótt báðir værum á Reynistað í sveit. Björn á erfitt með að ljúka texta, þegar hann er kominn í gang. En ég hugsa varla um annað en að setja punktinn. Björn fyrirlítur framandi og andstæðar skoðanir. En mér finnst flestar ágætar. Blogg Björns er lítið lesið, nær ekki mælingu. En ég er nýtur bloggari, raunar sá mest lesni um þessar mundir. Hann er því valdalaus í samanburði við mig. Björn skiptir aldrei um skoðun, hefur raunar ekki skipt um neina skoðun frá því að faðir hans var þrítugur, fyrir sjö áratugum. Ég skipti hins vegar oft um skoðun.
