Skjálftar eru hafnir

Punktar

Söfnun allra nýrra verðmæta í hirzlur hinna allra ríkustu mun kljúfa þjóðir í tvo andstæðinga. Þeir mörgu, sem hingað til hafa trúað á amerískan draum um aðild að sældinni, munu gefast upp fyrir veruleikanum. Líklegt er að þetta verði fyrst í Bandaríkjunum, þar sem nýfrjálshyggju hefur harðast verið beitt. Bandaríkjamenn geta verið ofstopamenn, ef þeir telja á sig hallað. Íslendingar eru öðru vísi, afkomendur þræla. Munu áfram nudda sér utan í auðgreifana. Treysti mér ekki til að spá tímasetningu, en kjör Trumps og uppgangur Bernie Sanders sýna ólguna í samfélaginu. Byltingar og gos gera ekki boð á undan sér, en skjálftar eru hafnir.