Biskupsstofa er fyrst hagsmunasamtaka til að heimta, að frambjóðendur til stjórnlagaþings gefi upp afstöðu til viðkomandi hagsmuna. Þetta er skítug krafa í samræmi við annað siðleysi þessara hagsmunasamtaka. Engin furða er, þótt þjóðkirkjan hafi reynt að draga fjöður yfir kynferðisglæpi starfsmanna samtakanna. Með framkomu sinni í biskupstíð Karls Sigurbjörnssonar hefur svokölluð þjóðkirkja fyrirgert rétti sínum til sérstakrar fyrirgreiðslu hins opinbera. Á bara að hafa sömu aðstöðu og önnur trúfélög og trúleysisfélög. Ný stjórnarskrá á að ljúka fjárhagslegri sambúð kirkjunnar við ríkissjóð.